17.5.2009 | 12:22
Höfundinum til sóma!
Ágætu landsmenn.
Lagið Is it true? sem Jóhanna Guðrún flutti svo ágætlega í gær er eftir Óskar Pál Sveinsson og félaga hans.
Ríkisútvarpið/Sjónvarp var keppandinn í Eurovision í gær.
Það sendi inn fyrrnefnt lag, eftir að þið, landsmenn góðir höfðuð staði að vali þess, laginu sem lenti í 2. sæti.
Flytjandinn á hrós skilið fyrir flutninginn, og höfundurinn fyrir lagið.
Lagið og höfundar þess ásamt flytjendum eru þeir sem rétt er að taka á móti.
Ef arkitekt sigrar í keppni um teikningu á mannvirki, er ekki rétt að afhenda byggingakrananum blómvöndinn!
Til hamingju Óskar minn.
Um bloggið
Magnús J Kjartansson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Magnús,en það er ekki sama hver syngur,??? Jóhanna gerði það mjög flott og var glæsilegur fulltrúi okkar og landi til sóma,að sjálfsögðu á Óskar að fá blómvönd eins og Jóhanna,þetta er að sjálfsögðu teimi,meira segja mjög gott teymi,ég trúi því nú ekki,en að Óskar komi líka með Jóhönnu,Hekla selur ekki sína góðu bíla,nema hafa mjög góðan sölumann,???ekki satt,???? HA HA HA Allavega er ég mjög stoltur íslendingur,og Jóhanna var frábær,eins og .þú sagðir Magnús,þá kaus þjóðin þetta lag,þar fékk Óskar blómvönd,svo hann er ekki gleymdur,en Jóhanna toppaði þetta,verum stolt af þeim báðum og enga fílu eða ágreining,gleðjumst saman sem ein þjóð. kær kveðja.konungur þjóðveganna.
Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.